• About

Enterprise Relationship Management 360 (ERM360)

Við hjá sa.global erum með lausn sem heitir ERM360. Lausnin er hluti af D365 kerfum sa.global sem eru þróuð ofan á Dynamics 365 Sales frá Microsoft.

Einn tilgangur allra CRM kerfa er að halda utan um samskipti við viðskiptavini. En það kallar á mikinn aga í skráningum. Margir viðhalda tengiliðaskrá í D365 Sales handvirkt sem þýðir oft tvöfaldan innslátt, mikinn aga og getur verið tímafrekt. ERM360 leysir þetta vandamál með sjálfvirkri skráningu á tengiliðum sem starfsmenn eru í samskiptum við.

Verðmætar upplýsingar sóttar á Póstþjón

Grunnvirkni ERM360 gengur út á tengingu við Microsoft Exchange póstþjón fyrirtækisins. Kerfið finnur tengiliði viðskiptavina sem starfsmenn eru í samskiptum við og uppfærir D365 Sales kerfið stöðugt með nýjum upplýsingum um tengiliði. Ef starfsmenn eru í samskiptum við tengiliði sem eru ekki komnir inn í CRM þá bætir ERM3650 þeim sjálfkrafa inn í D365 Sales. Þannig glatast engir mikilvægir tengiliðir og kortlagning samskipta verður skýrari og nákvæmari. Allt þetta gerist án þess að starfsmenn þurfi að breyta sinni hegðun eða ferlum. Sjálfvirkni er hér lykilatriði.

En söfnun tengiliða er aðeins einn þáttur í ERM360. Póstþjónninn geymir gríðarlega verðmætar upplýsingar um heildarsamskipti fyrirtækisins við sýna viðskiptavini. ERM360 greinir gögnin á póstþjóninum, kortleggur samskiptin og tengir þau við tengiliði í D365 Sales. Þannig sést strax hver af starfsmönnum fyrirtækisins er í mestum samskiptum við tiltekinn tengilið viðskiptavinar. Þetta hentar sérstaklega vel hjá öllum fyrirtækjum þar sem mörg teymi eru oft að vinna að verkefnum fyrir sama viðskiptavinin á sama tíma og erfitt er að átta sig á því hver hjá fyrirtækinu telst lykil tengiliður viðskiptavinar.

Mikilvægt er þó að taka það fram að engar viðkvæmar persónuupplýsingar fara á milli, ekkert um innihald sjálfrar samskiptanna er sent yfir í CRM nema sérstaklega sé óskað eftir því. Kerfið greinir aðeins eðli og umfang samskipta og kortleggur.

Samskipti sem hafa átt sér stað við alla tengiliði
innan fyrirtækjs

Einfaldari viðskiptastýring

ERM360 nýtist einnig vel til að bæta og sjálfvirknisvæða viðskiptastýringu og utanumhald stórra og meðalstórra viðskiptavina. Samskipti eru þá skilgreind út frá forsendum fyrirtækisins og þeim gefin einkun. Viðmið sett um vænt samskipti og mælaborð sett upp sem sýna fyrirtæki með einkunn undir viðmiðunarmörkum. Þetta hentar mjög vel til þess að fylgjast með viðskiptavinum. Sem heild eru þessir viðskiptavinir verðmætir en erfitt getur verið fyrir viðskiptastjóra að vera í reglulegum samskiptum við þá í ljósi fjölda viðskiptavina. Með ERM360 fæst sjálfkrafa yfirsýn yfir þessa viðskiptavini og fyrirtækið getur stýrt samskiptum í þá átt sem þörfin er mest.

Ekki hika við að vera í sambandi til fræðast frekar um hvernig við getum stutt við þitt rekstrarumhverfi með okkar lausnum og þekkingu með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Contact Us

Select Country

Select Your Local Website

Other Websites


sa.global does not share your personal data with any third parties.
I'm ok with sa.global storing my personal information as per their privacy policy