• About

Hvað er One Version?

Microsoft Dynamics 365 Finance and Operation (D365FO), nýjasta útgáfan af Microsoft Dynamics AX, er með þjónustu sem kallast One Version. Með henni uppfærast nýjar útgáfur sjálfkrafa í gegnum ferli hjá Microsoft sem er fylgt eftir með þjónustuaðila viðkomandi fyrirtækis. Hefðbundnar uppfærslur heyra þannig fortíðinni til og í staðinn er hægt að uppfæra umhverfið annaðhvort mánaðar- eða ársfjórðungslega.

Þetta er hægt þar sem D365FO umhverfið keyrir í Azure skýjaumhverfi Microsoft og er allt undir þeirra eftirliti. Þetta er áframhald af þeirri stefnu sem Microsoft hefur verið að fara síðustu ár t.d. með CRM Online, Office 365 og Windows 10.

Fyrir D365FO mun Microsoft mun gefa út tvær stórar útgáfur á ári, í Apríl og Október, ásamt tíu minni útgáfum. Öryggisgallar verða þó alltaf lagaðir strax. Fyrirtæki geta þ.a.l. strax nýtt nýja virkni sem kemur með þessum útgáfum. Þá fá fyrirtækin fyrr nýjar uppfærslu á sitt umhverfi.

Viðskiptavinurinn getur valið að sleppa þremur útgáfum en eftir það þá verður hann að uppfæra. Þetta aðhald gerir það að verkum að nýjar eða nýlegar útgáfur eru ávallt í notkun. Með útgáfunni sem kom út í Apríl 2019 er hægt að fara gegnum prófanir í umhverfi sem kallast Sandbox. Þetta hjálpar fyrirtækjum að prófa alla ferla og virkni í kerfinu áður en raunumhverfið er uppfært ásamt því að þjálfa notendur í nýjum/breyttum ferlum.

Stuðst er við Life Cycle Services(LCS) en í gegnum það geta viðskiptavinir skilgreint sjálfir hvenær þeir vilja að uppfærslan fari fram (Self-Update). Það sem skiptir gífurlega miklu máli þegar verið er að uppfæra kerfin eru prófanir og býður Microsoft upp á tól til að styðja við þær þannig að ferlið verði bæði fljótlegra ásamt meiri gæði.

Hægt verður að nýta:

með því að nota

Með DTA er hægt að endurtaka margar aðgerðir og staðfesta niðurstöðu hverrar aðgerðar,

One Version er einn af mörgum ávinningum þess að innleiða Microsoft Dynamics 365 Finance and Operation.

Contact Us

Select Country

Select Your Local Website

Other Websites










sa.global does not share your personal data with any third parties.
I'm ok with sa.global storing my personal information as per their privacy policy