• Microsoft Dynamics Services

AEC360 fyrir Dynamics 365 Customer Engagement

Fyrr á árinu sameinaðist SAGlobal fyrirtækinu 360 Vertical solutions. Með sameiningunni styrkist verulega lausnaframboð SAGlobal í Dynamics 365. Við höfum hingað til lagt áherslu á Dynamics 365 Finance and Operations (áður Dynamics AX) en með tilkomu þeirra lausna sem 360 Vertical hafa þróað munu lausnir og þjónustur fyrir Dynamics 365 Customer Engagement (áður Dynamics CRM) bætast við vöruframboð SAGlobal.

Lykillausn okkar fyrir D365 Customer Engagement er AEC360. Lausn sem inniheldur yfir 2000 viðbætur, séraðlaganir, ferla og stillingar fyrir D365 Customer Engagement sem gera frábært kerfi enn betra.

Fyrirtæki þurfa lausnir

SAGlobal hefur sinnt þörfum stórfyrirtækja í 28 ár. Okkar reynsla er að fyrirtæki þurfa lausnir sem eru sérhannaðar að þeirra stærð og rekstrarformi.

AEC360 er lausn sem horfir á þarfir fyrirtækja sem selja þekkingu, stunda sölu og treysta á náin og mikil samskipti við sína viðskiptavini.

Þegar kemur að uppsetningu á AEC360 fyrir D365 Customer Engagement er okkar nálgun að horfa á þetta sem lagskipta uppsetningu á þremur nátengdum þáttum.

Fyrsta lagið er þá D365 Customer Engagement. Öflug lausn Microsoft sem 80.000 fyrirtæki um allan heim nota daglega. Dynamics 365 Customer Engagement hefur stuðning við helstu snjalltæki og Outlook. Annað lagið er svo AEC360 lausnin sem bætir við rúmlega 2.000 viðbótum við D365 Customer Engagement. Nýir ferlar og betri yfirsýn ásamt fullmótaðri samskipta- og þjónustusögu allt frá fyrsta degi. Þriðja lagið eru svo sérstillingar út frá þörfum hvers viðskiptavinar sem tryggja að kerfið taki mið af hans þörfum.

Fullmótað kerfi frá fyrsta degi

Í hefðbundinni CRM innleiðingu er kerfið sett upp og verklagsreglur mótaðar. Ávinningur af nýja kerfinu er mikill en það getur tekið mánuði og jafnvel ár að safnast inn nægilegt magn af gögnum, með skráningu starfsmanna svo fyrirtækið geti tekið ákvarðanir út frá þessum lykilgögnum. SAGlobal leysir þetta með samþættingartólinu Sync360.

Með Sync360 verður til djúp og ýtarleg samskiptasaga frá fyrsta degi. Sync360 sækir eldri gögn úr Outlook, Microsoft Dynamics AX, Dynamics 365 Finance and Operations og öðrum kerfum sem innihalda verðmæt gögn sem mikilvægt er að fá inn í Dynamics 365 Customer Engagement.

Þessi gögn eru færð inn áður en fyrirtækið byrjar að nota kerfið. Þessi samþætting er síðan varanleg þannig að breytingar í þessum kerfum eru stöðugt fluttar á milli.

Þannig verður til verðmæt samskiptasaga út frá eldri gögnum og kerfið því þroskað frá fyrsta degi. Fyrirtækið nýtur ávinningsins strax og getur tekið ákvarðanir út frá bæði gömlum og nýjum gögnum.

Ávinningur af AEC360

AEC360 gefur notendum kerfisins 360 gráðu sýn á viðskiptavini, tengiliði, starfsmenn, tækifæri og verkefni. Notendur og stjórnendur sjá strax hvað skiptir mestu máli og hvernig á að haga sölu og þjónustu á hverjum tíma. Kerfið gefur góða yfirsýn yfir samskipti og samband starfsmanna og fyrirtækja. Þannig sést hvaða starfsmenn eru í mestum samskiptum við hvern viðskiptavin og styrkur sambandsins er mældur.

Kerfið gefur ábendingum og tækifærum sjálfkrafa einkunn svo söluteymið geti sett orkuna í rétta átt. Kerfið veitir einnig yfirsýn yfir reynslu og þekkingu starfmanna. Fullur stuðningur er við Outlook með staðlaðar lausnir í D365 Customer Engagement sem og allar viðbætur sem koma með AEC360.

Starfsmenn geta því auðveldlega tekið vinnuna með sér frá skrifborðinu og brugðist hraðar við aðkallandi málum sem upp koma. AEC360 hefur einnig stuðning við Adobe InDesign ásamt tengingum við sjálfvirk markaðstól á borð við Microsoft Dynamics 365 for Marketing.

Við hjá SAGlobal á Íslandi höfum verið að kynna AEC360 lausnina fyrir íslenskum fyrirtækjum sem vilja bæta utanumhald sinna viðskiptasambanda.

Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á því að fá kynningu á AEC360 þá endilega hafðu samband.

Contact Us

Select Country

Select Your Local Website

Other Websites


sa.global does not share your personal data with any third parties.
I'm ok with sa.global storing my personal information as per their privacy policy