• event2

Upplýsingakerfið þitt í stafrænni framtíð - Dynamics 365 Finance and Operation - Enterprise

Umbylting í stafrænni tækni er að eiga sér stað í heiminum sem hefur áhrif á hegðun og neyslumynstur almennings og fyrirtækja.

SAGlobal Ísland og Microsoft héldu á dögunum hádegisverðarkynningu undir yfirskriftinni “Upplýsingakerfið þitt í stafrænni framtíð”

Dynamics 365 Finance and Operation Events

Starfsmenn SAGlobal og Microsoft kynntu Microsoft Dynamics 365 Finance & Operations – Enterprise og hvernig það gefur fyrirtækjum sóknarfæri til aukinnar framleiðni, sölu og markaðssetningu.

Einnig var kynnt tækni og aðferðir sem gera uppfærslu og innleiðingu Dynamics 365 einfaldari en í fyrri útgáfum af Dynamics AX. Auk þess að starfsmenn SAGlobal miðluðu reynslusögum af árangursríkum innleiðingum kerfisins fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft Ísland opnaði viðburðinn og kynnti framtíðarsýn Microsoft í breyttu stafrænu umhverfi með áherslum á Dynamics 365 hugbúnaðinn.

Ágúst Björnsson frá Microsoft fór yfir hvernig stuðningur við innleiðingu á Dynamics 365 hefur breyst frá hendi Microsoft með aðkomu FastTrack teymis sem hann stýrir hjá Microsoft.

Ólafur Gunnarsson og Jón Magnússon, kynntu SAGlobal erlendis og hér heima en fyrirtækið er með um 500 starfsmenn sem þjónusta yfir 76.000 notendur hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í fleiri en 76 löndum.

Andy Yeomans, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá SAGlobal í Bandaríkjunum kynnti og sýndi hvernig Dynamics 365 er verkfæri til aukinnar framleiðni.

Ólafur Traustason sagði frá flóru tækniumhverfsins Dynamics 365 og hvernig vinna forritara við þróun kerfisins hefur breyst með breyttum verkfærum eins og Visual Studio Team Services og Lifecycle Services.

Hafsteinn Halldórsson sagði frá breyttum aðferðum við þróun til að auðvelda uppfærslur í framtíðinni í Dynamics 365.

Ragnar Sigurðsson kynnti Azure keyrslu og hýsingarumhverfi Dynamics 365 og ræddi mismunandi möguleika á uppsetningu í Skýinu og eða í eigin hýsingu fyrirtækja.

Kynning á hvernig viðskiptagreind eru orðinn sjálfsagður hluti af þróunarumhverfi Dynamics 365 var í höndum Ágústar Ólafssonar.

Gunnlaug Ottesen sagði frá AppSource sem er markaðstorg fyrir lausnir sem samstarfsaðilar Microsoft þróa fyrir mismunandi iðnað og rekstur. Einnig fór hún yfir ferlið við að votta lausnir fyrir markaðstorgið ásamt að segja frá lausnum SAGlobal sem eru komnir á torgið.

Finna má nánari upplýsingar um SAGlobal og Microsoft Dynamics 365 Finance & Operations á tenglum hér fyrir neðan:

SAGlobal Iceland - www.saglobal.is
Dynamics 365 á SAGlobal.com - http://www.saglobal.is/products/dynamics-365-overview.html
Dynamics 365 á Micosoft.com - https://dynamics.microsoft.com/en-us/
Sækja efni á kynningu - http://www.saglobal.is/events/dynamics-365-finance-and-operation-event.html

Contact Us

Select Country

Select Your Local Website

Other Websites


sa.global does not share your personal data with any third parties.
I'm ok with sa.global storing my personal information as per their privacy policy